Search
  • Sími: +354 452-4300
  • textilsetur@simnet.is
Search Menu

Skráning á atburð

Prjónagleðin 2018
Þema hátíðarinnar er 100 ára fullveldi Íslands

Prjónagleðin er árleg prjónahátið sem haldin er af Textilsetri Íslands og samstarfsaðilum. Hátíðin er haldin á Blönduósi og er fyrirmynd hennar hin árlega Prjónahátíð á Fanø í Danmörku.

Af tilefni „100 ára fullveldis Íslands“ voru valin 100 verkefni sem verða á dagskrá árið 2018, Prjónagleðin 2018 er eitt þeirra. Í tilefni af 100 ára fullveldi Íslands er aðgangur ókeypis á hátíðarsvæðið og markaðstorgið. Haldin verður prjónasamkeppni „hönnuð peysa“ með þemanu „100 ára fullveldi Íslands“. Munu þær peysur sem komast í úrslit verða til sýnis á hátíðinni, ásamt prjónaverkum grunnskólanemenda í A-Hún, sem einnig hafa verið unnin af þessu tilefni. Á Prjónagleðinni 2018 verður boðið upp á um 20 mismunandi prjónatengd námskeið sem haldin verða í Kvennaskólanum á Blönduósi. Fyrirlestrar um fjölbreytt efni er viðkemur prjónaskap verða haldnir í Bíósalnum í Félagsheimilinu á Blönduósi. Sölubásar verða einnig í Félagsheimilinu á Blönduósi, þar verður til sölu úrval prjónatengdrar vöru, og kaffihús. Einnig verður í boði ýmis skemmtun, sýningar, setningu hátíðar og hátíðarkvöldverður. Viljum við benda á að flest stéttarfélög styrkja þátttöku á námskeiðum.

Við hlökkum til að hitta ykkur, prjónafólk bæði með mikla og litla reynslu eða alls enga reynslu, kennara, hönnuði og prjónaáhugafólk frá öllum heimshornum. Fögnum 100 ára fullveldi Íslands á Prjónagleði 2018!
Verið velkomin!

Allar upplýsingar er hægt að nálgast hér