Gisting
Gisting í Húnabyggð
Hvort sem þú vilt dvelja í fallegu gistiheimili í miðbæ Blönduóss, bóka sumarhús með heitum potti við árbakkann eða njóta svefnsins í rólegri sveit, þá finnur þú eitthvað við þitt hæfi í Húnabyggð. Hér er gott úrval gistimöguleika – og við mælum eindregið með að bóka tímanlega þar sem fjöldi gesta sækir Prjónagleðina heim ár hvert.
Fallegt og persónulegt gistiheimili þar sem gestir fá að njóta bæði friðsæls andrúmslofts og matargerðar sem byggir á skemmtilegum hefðum og hráefni úr héraði. Herbergin eru smekklega innréttuð og hentar vel þeim sem vilja dvelja á rólegum og fallegum stað við sjávarsíðuna í gamla bænum á Blönduósi.
Heimilislegt og vel staðsett gistiheimili í gamla bænum, með veitingastað á neðri hæð. Herbergin eru einföld og þægileg, og henta jafnt einstaklingum, pörum sem og litlum hópum. Frábær kostur fyrir þá sem vilja gistingu með öllum helstu þægindum á hagstæðu verði.
Gistiheimilið Tilraun er nýlegt og smekklegt gistirými í gamla bænum á Blönduósi. Þar eru notaleg og rúmgóð herbergi með aðgengi að sameiginlegri aðstöðu, og mikil áhersla er lögð á snyrtimennsku og ró. Hentar mjög vel einstaklingum og litlum hópum sem vilja næði, vel staðsett og stutt í alla þjónustu.
Glaðheimar – sumarhús og ferðaþjónusta
Notaleg sumarhús í grónu umhverfi við Blöndu, staðsett við þjóðvegin, flest með eldhúsi eða eldhúskrók, baðherbergi og heitum potti. Tilvalin gisting fyrir fjölskyldur og vinahópa sem vilja vera í eigin rými, nálægt náttúrunni en samt í hjarta bæjarins. Garntorgið og hátíðarsvæðið eru í stuttri göngufjarlægð.
Notaleg sumarhús í grónu umhverfi við Blöndu, staðsett við þjóðvegin, flest með eldhúsi eða eldhúskrók, baðherbergi og heitum potti. Tilvalin gisting fyrir fjölskyldur og vinahópa sem vilja vera í eigin rými, nálægt náttúrunni en samt í hjarta bæjarins. Garntorgið og hátíðarsvæðið eru í stuttri göngufjarlægð.
Fornilækur Guesthouse er hlýlegt og smekklegt gistiheimili á Blönduósi, þar sem gestum stendur til boða róleg og persónuleg dvöl í heimilislegu umhverfi. Gistiheimilið býður upp á sex snyrtileg herbergi – fjögur á efri hæð (tvö einstaklingsherbergi og tvö hjónaherbergi) og tvö hjónaherbergi á neðri hæð. Sameiginleg rými eru rúmgóð og vel búin, þar sem finna má setustofu, borðstofu og fullbúið eldhús.
Við húsið er friðsæll garður með viðarverönd og fallegu útsýni yfir ánna Blöndu. Á morgnana er boðið upp á matarmikil og heimagerð morgunverðarhlaðborð með heimabökuðu brauði og kökum, ostum með íslenskum jurtum, fiski, kjöti, fersku grænmeti og sultum frá bændum úr nágrenninu.
Fornilækur er kjörinn kostur fyrir þá sem vilja njóta afslöppunar í hlýlegu umhverfi, nálægt náttúrunni og í hjarta Blönduóss.
Hótelið er nýlega endurgert og er staðsett í sögulegu húsi við sjávarsíðuna, með notalegum herbergjum og fallegu útsýni. Stutt í alla viðburði og þjónustu, veitingastaðurinn Sýslumaðurinn bíður upp á morgunmat og kvöldverðaseðil. Frábær kostur fyrir þá sem vilja gæðagistingu í hjarta bæjarins. Hótel Blönduós státar af einni flottustu svítu landsins en svíta hótelsins er staðsett í gömlu kirkjunni og er hægt að bóka sér gistingu þar og gista á sjálfu altarinu.
Gistiheimili staðsett í fallegu sveitaumhverfi um 10 mínútna akstur frá Blönduósi. Þar eru rúmgóð herbergi og góð aðstaða fyrir hópa, fjölskyldur og einstaklinga. Þar er borðsalur, setustofa og snyrtileg sameiginleg aðstaða, og yfir öllu hvílir kyrrð og friður. Einnig er þar tjaldsvæði.
Á rólegum stað í Vatnsdalnum, þar sem hross ganga frjáls og náttúran umvefur mann úr öllum áttum, stendur fjölskyldubýlið Hvammur 2. Þar er hlýlegt og friðsælt gistiheimili þar sem sveitarlífið og persónuleg móttaka mynda einstaka stemningu – bæði fyrir þá sem vilja slaka á og þá sem leita ævintýra.
Herbergin eru rúmgóð og björt, með einstaklega góðum svefni í huga. Morgunverður er í boði, heimilislegur og heilsusamlegur, og fyrir þá sem hafa áhuga er hægt að kynnast hestunum sem eru hjarta staðarins. Hvammur 2 er kjörinn fyrir þau sem vilja dvelja í sveitasælunni, njóta kyrrðar í nálægð við náttúruna – en vera í þægilegri akstursfjarlægð frá hátíðinni á Blönduósi, eða um 20 mínútna akstur.
Hentar jafnt einstaklingum, pörum og litlum hópum sem vilja gæði og notalegheit.
Hof er fallegt og friðsælt gistiheimili í hjarta Vatnsdalsins, í aðeins 20 mínútna akstursfjarlægð frá Blönduósi. Þar eru notaleg herbergi, góð aðstaða og ótrúlegt útsýni yfir sveitina, fjöllin og Vatnsdalsá. Gestir geta notið morgunverðar úr héraði og dvalið í rólegu umhverfi, fjarri ys og þys. Hof hentar einstaklega vel þeim sem vilja tengjast náttúrunni, sofa vel og koma endurnærð til hátíðarinnar daginn eftir.
Húnaver er heimilislegt gistiheimili í sveitasælu norðan Blönduóss, í rólegu umhverfi þar sem náttúran fær að njóta sín. Þar er boðið upp á snyrtileg og rúmgóð herbergi í fallegu umhverfi, með góðri sameiginlegri aðstöðu. Gestir hafa einnig aðgang að tjaldsvæði á staðnum yfir sumartímann. Húnaver hentar einstaklega vel þeim sem vilja komast aðeins frá bænum, njóta kyrrðarinnar – en samt vera í nálægð við hátíðina.
Ef þú ert á ferð um Kjöl og vilt sameina Prjónagleðina og náttúruupplifun, þá er Hveravellir einstakur valkostur. Þar er boðið upp á gistingu í herbergjum, smáhýsum og svefnpokaplássi – og náttúrulaugin sjálf býður upp á afslöppun í algeru víðerni. Hveravellir eru staðsettir á miðju hálendinu, um 1,5–2 klst. akstur frá Blönduósi. Hentar vel þeim sem vilja gera sér helgarferð og sameina skemmtilega upplifun á Prjónagleðinni og einstaka náttúruupplifun. Mikilvægt er að kanna færð og veður áður en lagt er af stað, þá skiptir ekki máli á Íslandi hvort það sé vetur, sumar, vor eða haust.
Bólstaðarhlíð er hlýlegt og sögufrægt sveitabýli í hinum undurfagra Svartárdal, aðeins um 15 mínútna akstur frá Blönduósi. Þar er boðið upp á rúmgóða og snyrtilega gistingu í friðsælu umhverfi, með aðgengi að sameiginlegri aðstöðu og náttúru beint fyrir utan dyrnar.
Staðurinn hentar einstaklega vel fyrir þá sem vilja rólega sveitagistingu í nánd við gönguleiðir, fuglalíf og söguslóðir – en samt í þægilegri fjarlægð frá hátíðarsvæðinu á Blönduósi.
Stóra-Giljá á Ásum er fallegt sveitabýli í rólegu og grónu umhverfi norðan Blönduóss, þar sem gestir geta notið gistingar í hlýlegu og rúmgóðu sumarhúsi. Húsið er með góðri aðstöðu – eldhúsi, stofu, verönd og heitum potti – og býður upp á rólega og notalega stemningu sem hentar einstaklega vel eftir dag á Prjónagleðinni.
Þetta er tilvalinn kostur fyrir litla hópa, vini eða fjölskyldur sem vilja dvelja aðeins út fyrir bæinn, en samt í örstuttri akstursfjarlægð frá hátíðarsvæðinu. Það tekur um 10–15 mínútur að keyra frá Stóru-Giljá inn í miðbæ Blönduóss.
Í þessari sveitasælu nærðu að skapa þér næði, nálægð við náttúruna og almenn notalegheit – og hver veit nema að prjónarnir fái að fylgja með í heita potti má að sjálfsögðu fylgja með í heita pottinn í lok dags.
Við vatnið sem ber sama nafn og bóndabærinn stendur á, í brekkunni undir fjallinu, leynist notaleg sveitagisting með stórbrotnu útsýni og kyrrlátri stemningu. Svínavatn er einungis í um 15 mínútna akstursfjarlægð frá Blönduósi – en þér líður samt eins og þú sért komin(n) í aðra veröld, kyrrðin er nærandi og næstum áþreifanleg.
Á staðnum er boðið upp á gistingu í tveimur hlýlegum húsum sem hönnuð eru með þægindi í huga. Í báðum húsunum eru fullbúin eldhús, setustofa, snyrtingar og öll helstu þægindi til staðar. Við bæði húsin eru verandir þar sem hægt er að setjast niður og njóta útsýnisins yfir vatnið og sveitina allt um kring.
Svínavatn er kjörinn kostur fyrir þau sem vilja dvelja aðeins út fyrir bæinn, njóta sveitalífs, náttúru og notalegrar stemningar – en samt vera í þægilegri fjarlægð frá Prjónagleðinni á Blönduósi.
Í hjarta Húnavatnssýslu, þar sem dalurinn breiðir úr sér með fjöll á báða bóga og áin liðast hljóðlega í gegnum gróið land, stendur sveitabýlið Stekkjardalur. Þetta er staður þar sem tímaskynið hægist, og kyrrðin fær að njóta sín – í alvöru.
Í Stekkjardal er boðið upp á gistiheimili þar sem einstaklega hlýleg móttaka sem samræmist sveitakyrrðinni á staðnum. Herbergin eru heimilisleg, snyrtileg og þægileg – og henta bæði einstaklingum, pörum og smærri hópum. Á staðnum er góð sameiginleg aðstaða, eldhús, setustofa og útsýni yfir sveitina sem er bæði víðáttumikil og róandi.
Fyrir gesti Prjónagleðinnar sem vilja dvelja aðeins utan bæjarins og ferðast í rólegheitum til og frá hátíðarsvæðinu, er Stekkjardalur frábær kostur. Það tekur um 30 mínútur að aka til Blönduóss – nægilega nálægt til að taka fullan þátt, en nægilega fjarri til að sofa í alvöru sveitastemningu.
Steinnes er fallegt fjölskyldubýli í Þingi, þar sem náttúran fær að njóta sín í kyrrð og friði. Umhverfið er opið og gróið, með ám og fjöllum þar sem heyra má notalegan fuglasöng þegar svo ber við.
Á Steinnesi er boðið upp á gisting í tveimur smekklegum og vel búnum smáhýsum. Þau eru með eigin eldhúsaðstöðu, baðherbergi og öllum helstu þægindum – og eru húsin staðsett á björtum, kyrrlátum og friðsælum stað. Húsin eru hugguleg og persónuleg þar sem auðvelt er að slaka á eftir viðburðaríkan dag.
Hér er dásamlegt að setjast út með tebolla, prjónana og horfa yfir Þingið – og njóta þess að vera svolítið utan við allt, án þess þó að vera langt frá hátíðinni. Það tekur um 20 mínútur að aka frá Steinnesi til Blönduóss.
Gistingin hentar einstaklega vel fyrir pör, vini eða einstaklinga sem vilja samveru og sköpun í rólegu sveitaumhverfi – þar sem einfaldleiki og gæði haldast í hendur.