Garntorg

Garntorgið er sölutorg þar sem prjónafólk getur verslað sér garn og allskonar prjónatengdar vörur.  Garnframleiðendum, garnliturum, garnverslunum og öllum þeim sem framleiða og selja vörur sem geta höfðað til og hentað prjónafólki, býðst að selja vörur sínar á Garntorginu. 

Garntorg

Líkt og á síðustu hátíðum verður sett upp huggulegt svæði á Garntorginu þar sem hægt verður að tylla sér niður, fá sér kaffi og næringu sem og sitja í rólegheitunum með prjónana og spjalla. Á Garntorginu myndast alltaf notaleg stemmning og má segja að Garntorgið sé hjarta Prjónagleðinnar.

Sölubás á Garntorgi

Viðskiptavinir Garntorgsins eru prjónarar og vöruúrvalið er hugsað fyrir þann markhóp og munu slíkar vörur hafa forgang þegar söluaððilar verða valdir inn á Garntorgið.

Mannlífið á Garntorgi

Opnunartími Garntorgsins 2025:

Föstudagur 30.maí kl: 16 - 19

Laugardagur 31. maí kl: 11 - 18

Sunnudagur 1.júní kl: 10 – 14

Opið er fyrir umsóknir um sölubása á Garntorginu á Prjónagleði árið 2025 og þurfa umsóknir að hafa borist fyrir 25. apríl n.k. Öllum umsóknum verður svarað fyrir 30.apríl. Mynd af básunum má sjá hér fyrir neðan, athugið að myndin af stóra básnum er með 1 auka bakvegg, eða 5 bakvegggi í heildina. Það er hægt að bæta við einu bakspjaldi á stóran bás. Aukaspjald kostar 18.900 kr.

Sölubásar

Sótt er um með því að fylla út formið hér að neðan.