Veitingastaðir og kaffihús

Í Húnabyggð er að finna fjölbreytta úrval veitingastaðaþar sem hægt er njóta og nærast í notalegu umhverfi. Á Blönduósi, eru bæði hefðbundnir matsölustaðir og staðir sem bjóða upp á heimilislega og staðbundna matargerð með áherslu á hráefni úr héraði.

Baejarmynd

Apótekarastofan

Kaffihús í sögulegu húsi sem var einu sinni apótek og stendur við Aðalgötu í gamla bænum. Apótekarstofan er notalegt kaffihús og blómabúð.

B&S veitingastaður

B&S er vinsæll staður sem býður upp á fjölbreytt úrval af skyndibita, súpum, fiskréttum og drykkjum í þægilegu umhverfi og er staðsettur við þjoðveginn norðan megin við Blöndu. 

BogS

Brimslóð Atelier

Einstök upplifun þar sem gestir njóta kvöldverðar í heimilislegu rými með áherslu á hefðir og ferskt íslenskt hráefni. 

Brimslod_3

Sýslumaðurinn

Veitingastaður á Hótel Blönduósi sem býður upp á vandaðan mat með áherslu á íslenskt hráefni í klassísku og rólegu andrúmslofti.

Syslumaur

Teni Restaurant

Teni er notalegur veitingastaður í verslunarkjarnanum við hliðina á sundlauginni á Blönduósi. Þar er boðið upp á heimilismat í hádeginu og ekta eþíópískar máltíðir á kvöldin. Auk þess eru pizzur, hamborgarar, samlokur og steikur á matseðlinum – veitingasalurinn er rólegur og bíður upp á notalegt andrúmsloft með Eþíópísku ívafi.

Teni