Um Prjónagleði
Prjónagleðin er prjónahátíð sem haldin hefur verið árlega á Blönduósi frá upphafi, nú í ár verður hátíðin haldin í níunda sinn. Markmið Prjónagleðinnar hefur frá uppafi verið að sameina prjónafólk og skapa því vettvang til þess að hittast og miðla prjónasögum, nýjum hugmyndum og aðferðum, gömlum hefðum og síðast en ekki síst prjónagleðinni í öllum sínum fjölbreytileika. Prjónahátíðin á Fanø í Danmörku er fyrirmynd Prjónagleðinnar en sú hátíð hefur verið haldin árlega síðan 2005. Frá og með árinu í ár þá heldur Húnabyggð utan um skipulag og framkvæmd hátíðarinnar og tekur við góðu búi frá Textílmiðstöð Íslands sem hefur undanfarin ár haldið þétt og vel utan um hátíðina.
Prjónagleðin á Íslandi er byggð upp á fjölbreyttum námskeiðum með úrvalskennurum, fyrirlestrum og prjónatengdum viðburðum. Glæsilegt markaðstorg er stór hluti af hátíðinni þar sem handlitarar, smáspunaverksmiður, handverksfólk og verslanir með garn og prjónatengdan varning selja fjölbreyttar freisingar fyrir prjónafólk.
Prjónafólk sameinast
Helsta markmið Prjónagleðinnar er að gefa prjónafólki tækifæri til þess að sameinast á einum stað og um leið sameinast í áhugamáli sínu, læra eitthvað nýtt, upplifa nýjungar á markaðnum, kynnast nýju fólki og auðvitað fanga og upplifa stemmninguna sem skapast ár hvert. Einkenni hátíðarinnar eru jákvæðni, gleði og áþreifanlega skapandi andrúmsloft.
Hátíð sem fagnar prjónaskap og sköpun
Prjónagleði prjónahátíðin á Blönduósi hefur verið ómissandi viðburður fyrir prjónara og handverksunnendur. Hátíðin hefur skapað einstakt samfélag þar sem bæði áhugafólk og fagfólk koma saman til að deila þekkingu, læra nýjar aðferðir og njóta skapandi samveru. Með fjölbreyttum námskeiðum, fyrirlestrum og vinnustofum hefur Prjónagleði orðið mikilvægur vettvangur fyrir endurnýjun og þróun á íslenskum prjónaskap, allt frá hefðbundnum lopapeysum til nýstárlegra textíltækni.
Sterk hefð og nýsköpun í handverki
Á síðustu árum hefur hátíðin laðað að sér gesti víðsvegar að, bæði innlenda og erlenda, sem sækja innblástur í íslenska prjónamenningu og náttúruleg hráefni landsins. Að auki hefur Prjónagleði stuðlað að því að styrkja tengslin milli hefðbundins handverks og samtímahönnunar, sem gerir hana að einstökum vettvangi fyrir skapandi hugmyndir og listsköpun. Það er engin furða að hátíðin hafi öðlast fastan sess í hjörtum prjónara – hún er sannkölluð veisla fyrir alla sem elska prjónaskap og textíl!
Hönnunarkeppni - þema hátíðarinnar í ár
Í tengslum við Prjónagleðina hefur ætíð verið haldin hönnunar- og prjónasamkeppni með ákveðnu þema sem útfært er í prjónlesi:
Á Prjónagleðinni í ár ætlum við að einbeita okkur að því að endurvinna gamlar prjónaflíkur og gefa þeim nýtt líf. Þemað er litir og leikur með mismunandi garn og grófleika. Fyrir og eftir mynd af flíkinni er nauðsyn og það er leyfilegt að byrja á verkefninu áður en kvöldvakan hefst.