Þjónusta
Blönduós er þjónustukjarni Húnabyggðar og bærinn þar sem Prjónagleðin fer fram. Þar má finna fjölbreytta og aðgengilega þjónustu, svo sem verslanir, veitingastaði, heilsugæslu, apótek og aðstöðu til útivistar og afþreyingar.
Ofangreind þjónusta ásamt fjölbreyttum gistimöguleikum, er einnig aðgengileg víðar í sveitarfélaginu. Húnabyggð er hlýlegt og rólegt samfélag þar sem gestir njóta persónulegrar þjónustu í fallegu umhverfi – hvort sem dvalið er á Blönduósi eða í sveitasælunni í kring.
Í Húnabyggð er fjölbreytt afþreying sem höfðar til allra aldurshópa – hvort sem um er að ræða útivist, menningu, sögu eða skapandi iðju. Náttúran leikur stórt hlutverk í upplifun gesta og íbúa, með fallegum gönguleiðum, útsýnisstöðum, árfarvegi Blöndu og kyrrlátu sveitalífi allt í kring.
Á Blönduósi er meðal annars að finna góða sundlaug með heitum pottum og infrarauðu gufubaði, vel útbúna líkamsræktaraðstöðu og fjölnota íþróttahús. Nýlega opnaði líkamsræktarstöðin Blöndusport aðstöðu í húsnæði verslunarkjarnans og leggur m.a. áherslu á Crossfit með fjölda tíma ít öflu sem og almennt opið gym. Menningarlega sinnaðir gestir sem og ómenningarlega sinnaðir gestir geta heimsótt Gamla Bæinn þar sem saga og nútími mætast í fallegu umhverfi – eða skoðaðu hvað Textílmiðstöð Íslands hefur upp á að bjóða, en Textílmiðstöðin hefur lagt sterkan grunn að öflugu skapandi samfélagi á svæðinu.
Fyrir börn og fjölskyldur er ýmislegt í boði, eins og leiktæki við sundlaugina og grunnskólan, fjölbreytt útisvæði og stuttar ferðir út í náttúruna. Á sumrin eru fjöldi viðburða í Húnabyggð og má segja að hver og einn viðburður hafi sýna einstöku sérstöðu en á sama tíma skemmtileg afþreying sem hentar öllum. Prjónagleðin er ein af árlegum bæjarhátíðum svæðisins – þar sem sköpun, handverk og gleði tengja fólk saman.