Dagskrá 2025

Dagskrá Prjónagleðinnar 2025 má finna hér fyrir neðan og er hún að sjálfsögðu birt með fyrirvara um breytingar, viðbætur og það sem okkur dettur í hug. Það er alls ekki ólíklegt að dagskráin eigi eftir að bæta á sig einhverskonar skemmtilegheitum. En við lofum allavega almennri gleði, hlátri og notalegum samverustundum.

Dagskrá / stundaskrá námskeiða má sjá hér neðar á síðunni og skráning á námskeið fer fram hér.

Dagskrá Hátíðarinnar

Fimmtudagurinn 29. maí

Tími Viðburður
14:00-23:00 Gallerí Ós opið, Húnabraut 21
12:00-16:00 Opið í Listakoti Dóru í Vatnsdal, Vatnsdalshólar
16:00-18:00 Söguleiðsögn með Dóru í Vatnsdalnum, velkomið að taka prjónana með.
Aðgangur ókeypis í boði Dóru.
20:00-23:00 Upphitun fyrir Prjónagleðina hér og þar á Blönduósi
Prjónað hér og þar á Blönduósi
Gallerí Ós , gestgjafi Henný Rósa og Dóra í Listakoti Dóru
Apótekarastofan, gestgjafi Þrúða
Heiðarbraut 7, gestgjafi Þórdís Erla Björnsdóttir


Föstudagurinn 30. maí

Tími Viðburður
12:00-16:00 Opið í Listakoti Dóru, Vatnsdalshólar
13:00-17:00 Sveitaverslunin að Hólabaki opin
14:00-20:00 Gallerí Ós opið, Húnabraut 21
14:00-17:00 Prjónanámskeið
16:00-19:00 Garntorgið í íþróttamiðstöðinni opið
20:00 Fyrirlestur, Hekl hittingur með Tinnu í Krúttinu
20:00 Opnunarkvöld Prjónagleðinnar og upphaf hönnunarkeppninnar í Krúttinu, kvöldvaka, Banko og fl.


Laugardagurinn 31. maí

Tími Viðburður
09:00-12:00 Prjónanámskeið
09:00-12:00 Söguleiðsögn um Gamla bæinn, gengið með Prjónana
10:00-20:00 Gallerí Ós opið, Húnabraut 21
11:00-18:00 Garntorgið í íþróttamiðstöðinni opið
11:00-18:00 Prjónakaffi í íþróttamiðstöðinni opið
13:00-17:00 Sveitaverslunin að Hólabaki opin
13:45-16:45 Prjónanámskeið
19:00-21:00 Kvöldverður á Sýslumanninun (panta þarf fyrirfram, nánar auglýst síðar)
21:00-00:00 Prjónagleðikvöld í Krúttinu


Sunnudagurinn 1. Júní

Tími Viðburður
09:00-12:00 Prjónanámskeið
10:00-14:00 Garntorg í íþróttamiðstöðinni opið
10:00-14:00 Prjónakaffi í Íþróttahúsinu
10:00-17:00 Heimilisiðnaðarsafnið
13:00-15:00 Opið hús í Textíl Labinu, Þverbraut 1
15:00 Fyrirlestur með Tinnu, pakkaleikur og raffle prize


Dagskrá Námskeiða


Föstudagurinn 30. maí

Tími Námskeið Kennari Staðsetning
14:00-17:00 Domino Prjón Gunnlaug Hannesdóttir Húnaskóli
14:00-17:00 Sokkar frá tánni og báðir í einu – alltaf eins! Hilma Bakken Húnaskóli
14:00-17:00 Úr flík í þræði Textíl Barinn Húnaskóli
14:00-17:00 Sitt lítið af hverju í prjónaskap Anna Margrét Valgeirsdóttir Húnaskóli
14:00-17:00 Inngangur af mósaik hekli Tinna Þórudóttir Þorvaldar Húnaskóli


Laugardagurinn 31. maí

Tími Námskeið Kennari Staðsetning
9:00-12:00 Tufting (flos) I Haraldur Holti Textíllab
9:00-12:00 Tóvinna, spuni á rokk I Jóhanna Erla Pálmadóttir Kvennaskóli
9:00-12:00 Tvöfalt prjón Thelma Steimann Húnaskóli
9:00-12:00 Sokkar frá tánni og báðir í einu – alltaf eins! Hilma Bakken Húnaskóli
9:00-12:00 Sokkaprjón Magnea Arnar Húnaskóli
9:00-12:00 Mósaik buddur, tækni hvernig er heklað beint í rennilás Tinna Þórudóttir Þorvaldar Húnaskóli
9:00-12:00 Vefnaðarlist Textil Barinn Húnaskóli
9:00-12:00 Blúnduprjónuð hárteygja Judith Amalía Húnaskóli
13:45-16:45 Fljótleg peysa úr afgöngum Anna Margrét Valgeirsdóttir Húnaskóli
13:45-16:45 Tufting (flos) II Haraldur Holti Textíllab
13:45-16:45 Tóvinna, spuni á rokk II Jóhanna Erla Pálmadóttir Kvennaskóli
13:45-16:45 Litafræði og extra lita aðferðir í mósaik hekli Tinna Þórudóttir Þorvaldar Húnaskóli
13:45-16:45 Eftir á ísettur hæll Magnea Arnar Húnaskóli
13:45-16:45 Viðgerð á Prjónalesi á skapandi hátt Gunnlaug Hannesdóttir Húnaskóli
13:45-16:45 Kanntu að gimba ? Hilma Bakken Húnaskóli


Sunnudagurinn 1. Júní

Tími Námskeið Kennari Staðsetning
09:00-12:00 Útsaumur í Prjón Gunnlaug Hannesdóttir Húnaskóli
09:00-12:00 Hanna sína eigin flík Thelma Steimann Húnaskóli
09:00-12:00 Fiska kossa hæll Magnea Arnar Húnaskóli
09:00-12:00 Tvinnað á rokk Judith Amalía Húnaskóli
09:00-12:00 Áfram og afturábak Hilma Bakken Húnaskóli


Samvera, sköpun og stemning

Það sem skilur Prjónagleðina frá öðrum viðburðum er ekki aðeins dagskráin sjálf, heldur andrúmsloftið sem myndast þegar hundruð manns koma saman með garn í hendi og sköpun í hjarta og úr verður í raun áþreifanlegt skapandi og jákvætt andrúmsloft sem er engu líkt og ekki hægt að fanga nema að taka þátt.

Á götum bæjarins, kaffihúsum og í salarkynnum hátíðarinnar verður prjónað, hlegið, spjallað og miðlað – því á Prjónagleðinni skiptir meira máli að vera saman en að vera fullkominn.