
Þegar lykkjurnar raunverulega tengja okkur saman!
Deila
Síðustu daga hafa helstu pepparar, sjálfboðaliðar og stuðningsaðilar viðburðarstjórans prjónað saman síðustu lykkjurnar í dagskránni. Með tilhlökkun, stolti og enn meiri ánægju tilkynnum við ykkur að dagskráin verður tilbúin til birtingar á morgun (miðvikudag 27.05.2025). Á sama tíma þá setjum við fallegu Prjónaarmböndin í sölu.

Prjónaarmböndin eru hugsuð sem stuðningur við hátíðina sem og sem aðgöngumiði inn á staka viðburði á hátíðinni. Meira að segja veita þau smá afslátt líka á nokkrum stöðum í bænum, meðal annars á hátíðarkvöldverðinum á laugardaginn og Heimilisiðnaðarsafninu.

Elsku Svana okkar á heiðurinn af framleiðslu Prjónaarmbandanna í ár líkt og fyrri ár og færum við henni okkar kærustu og bestu þakkir fyrir.

Við lofum skemmtilegheitum sem enginn verður svikinn af og allir ættu að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi. Fylgist með og verið snögg að tryggja ykkur armband þegar þau fara í loftið.

Enn eru nokkur pláss laus í sætaferð og á einhver námskeið - kíkið endilega á framboðið okkar á meðan þið bíðið eftir Prjónaarmböndunum og dagskránni.