Húnabyggð tekur við umsjón Prjónagleðinnar

Húnabyggð tekur við umsjón Prjónagleðinnar

Húnabyggð hefur tekið við umsjón Prjónagleðinnar frá og með árinu 2025 og sér um skipulag og framkvæmd hátíðarinnar sem haldin verður dagana 30.maí -1.júní n.k. á Blönduósi. Fyrirkomulag hátíðarinnar verður með svipuðum hætti og fyrri ár.

Skráningarupplýsingar sem og almennar upplýsingar eru aðeins seinna á ferðinni þetta árið vegna yfirfærslu verkefnisins frá Textílmiðstöðinni til Húnabyggðar.

Undirbúningur er þó í fullum gangi og verða upplýsingar birtar hér á síðunni sem og á samfélagsmiðlum hátíðarinnar.

Back to blog