Húnabyggð hefur tekið við umsjón Prjónagleðinnar frá og með árinu 2025 og sér um skipulag og framkvæmd hátíðarinnar sem haldin verður dagana 30.maí -1.júní n.k. á Blönduósi. Fyrirkomulag hátíðarinnar verður með svipuðum hætti og fyrri ár.
Skráningarupplýsingar sem og almennar upplýsingar eru aðeins seinna á ferðinni þetta árið vegna yfirfærslu verkefnisins frá Textílmiðstöðinni til Húnabyggðar.
Undirbúningur er þó í fullum gangi og verða upplýsingar birtar hér á síðunni sem og á samfélagsmiðlum hátíðarinnar.