Loksins! Heimasíða Prjónagleðinnar er farin í loftið!

Loksins! Heimasíða Prjónagleðinnar er farin í loftið!

Loksins segja eflaust flestir, heimasíða Prjónagleðinnar er komin í loftið og er og verður í stöðugri þróun. Prjónagleðin hefur fengið sinn eigin vettvang og stað á þessari heimasíðu.

Heimasíðan er unnin af starfsmanni Húnabyggðar úr hafsjó af upplýsingum frá Svönu Páls sem og mörgum öðrum fróðari konum og mönnum. Ráðgjöf og liðsinni grafísk hönnuðar var notið við gerð síðunnar. Allar upplýsingar, skráningar, umsóknir, tilkynningar, vefverslun og hvað sem það kann að vera sem snertir hátíðina verður tilkynnt og varðveitt á heimasíðunni. Samsetning námskeiða og dagskrá er allt að smella og er í vinnslu, en eins og áður sagði þá verður síðan uppfærð eftir því sem efnið er tilbúið að líta dagsins ljós. Með þökkum fyrir allar fyrirspurnirnar og þolinmæðina og vonandi á síðan eftir að nýtast okkur öllum vel sem vettvangur og upplýsingabanki fyrir Prjónagleðina nú í ár sem og framtíðinni.

Baejarbragur

Það þarf varla að taka það fram að öllum tæknilegum-, málfars-, innsláttar-, og staðreyndarvillum sem og almennum ábendingum og hugmyndum er að sjálfsögðu tekið fagnandi og ekki hika við að senda línu á prjonagledi@hunabyggd.is

Góðar stundir og sjáumst hress á Prjónagleðinni á Blönduósi dagana 30.maí-1.júní næstkomandi.

Back to blog