Hönnunarkeppni á Prjónagleði 2025
Lúrir þú á gamalli prjóna flík inní skáp, sem aldrei er notuð. Gæti það verið formið, litirnir, villurnar eða annað sem kemur í veg fyrir að prjónalesið sé notað?
Á Prjónagleðinni í ár ætlum við að einbeita okkur að því að endurvinna gamlar prjónaflíkur og gefa þeim nýtt líf. Nauðsynlegt er að taka fyrir mynd af prjónalesinu og útskýra hversvegna flíkin er ekki í notkun. Aðaláherslan í keppninni er að finna upp frumlegar leiðir til að endurvinna handverkið og gefa því nýtt líf. Það eru engar reglur hvað má og hvernig þið veljið að vinna flíkina. Við erum að leita eftir hugmyndum og innblæstri fyrir alla, til að endurskapa eitthvað og gefa því framhaldslíf. Það er mikilvægt að útfærslan sé skýr og að endur útfærslan sýni aukið verðmæti í endurlífgunninni. Svo flíkin fái framhaldslíf og haldi áfram í noktun. Þemað í keppninni eru litir og leikur með mismunandi garn og grófleika, svo leyfið sköpunargleðinni að ráða og verið óhrædd/ar við að blanda saman garni og litum.
Við erum að leita eftir frumlegri hugmynd sem allir geta speglað sig í, eitthvað sem veitir innblástur og getur hvatt fleiri til að gera það sama.

Á föstudags kvöldvökunni mun Thelma Steimann fara yfir allskonar skemmtilegar aðferðir sem hægt er að nota til þess að betrum bæta gamlar prjónaflíkur, í von um að gefa þeim nýtt líf. Á laugardagsmorgninum er hægt að skila inn endurunnum flíkum til að taka þátt í hönnunarkeppninni Prjónagleðinnar 2025.

Á sunnudeginum verða veitt verðlaun fyrir mismunandi frammistöður í hönnunarkeppninni. Það er leyfilegt að byrja á verkefninu áður en kvöldvakan hefst.
Allt handverk á skilið að vera í notkun, vinnan og tíminn okkar er dýrmætur.