Garntorg

Garntorgið er sölutorg þar sem prjónafólk getur verslað sér garn og allskonar prjónatengdar vörur.  Garnframleiðendum, garnliturum, garnverslunum og öllum þeim sem framleiða og selja vörur sem geta höfðað til og hentað prjónafólki, býðst að selja vörur sínar á Garntorginu. 

Garntorg

Á Garntorginu er prjónakaffihús og stórt og huggulegt setsvæði þar sem hægt er að tylla sér niður, fá sér kaffi og næringu sem og sitja í rólegheitunum með prjónana og spjalla.

Á Garntorginu myndast alltaf skemmtileg stemmning og má segja að það sé hjarta Prjónagleðinnar.

Sölubás á Garntorgi

Viðskiptavinir Garntorgsins eru prjónarar og vöruúrvalið er hugsað fyrir þann markhóp og hafa söluaððilar með slíkan varning forgang þegar opnað verður fyrir skráningar söluðaila á Garntorgið.

Mannlífið á Garntorgi