Prjónamessan á sínum stað á Prjónagleði í ár!

Prjónamessan á sínum stað á Prjónagleði í ár!

Sunnudaginn 1.júní 2025 kl 11:00 er sérstök prjónamessa í Blönduóskirkju, en prjónamessan hefur verið hluti af dagskrá Prjónagleðinnar undanfarin ár.

Verið hjartanlega velkomin í prjónamessu í Blönduóskirkju sunnudaginn 1. júní kl. 11:00. Kirkjukórinn leiðir sálmasöng við undirleik Eyþórs Franzsonar Wechner. Sr. Edda Hlíf þjónar fyrir altari og sr. Bryndís Valbjarnardóttir prédikar. Meðhjálpari er Jón Aðalsteinn.

Takið endilega prjónana með og njótum þess að eiga saman góða stund, iðka núvitund, hlýða á guðsorð og fallegan sálmasöng undir notalegu tifi prjónanna.

,,Prjónamessan hefur fest sig kirfilega í sessi sem fastur liður Prjónagleðinnar og er ein best sótta messa ársins í Blönduóskirkju.,, segir Sr. Edda Hlíf um leið og hún bíður alla hjartanlega velkomna í Blönduóskirkju.

Back to blog