Prjónagraffið farið að birtast á Blönduósi

Prjónagraffið farið að birtast á Blönduósi

Undirbúningur Prjónagleðinnar er í fullum gangi á öllum sviðum – svona rétt í takt við það hvernig vorið leikur við okkur með dásamlegri sumarblíðu hér fyrir norðan og reyndar um allt land.
Sala námskeiða fór af stað um liðna helgi og hefur gengið vonum framar og nú þegar hafa sum námskeið selst upp, endilega kíkið á úrvalið og hvað er í boði, yfirlit námskeiða má finna hér.
Dagskráin er í fullri vinnslu og lifandi þróun með skemmtilegum nýjungum sem okkur hlakkar til að kynna fyrir ykkur í næstu viku.
Það viðraði meira að segja það vel í vikunni að meistararnir hjá Gallerí Ós byrjuðu að setja upp Prjónagraffið og er stefnt á að halda því áfram nú í undirbúningi og aðdraganda hátíðarinnar. Nánari upplýsingar um Prjónagraffið, sögu þess og myndir má finna hér.
Back to blog