
Varð lykkjufall ?
Share
Nei - aldeilis ekki...
Prjónaarmbönd Prjónagleðinnar eru nú komin í sölu – og með því að næla þér í eitt ertu ekki bara að styðja við hátíðina heldur færðu líka lykilinn að helstu viðburðum helgarinnar.
Armbandið veitir þér aðgang að fyrirlestrum, opnunarkvöldi á föstudegi og Prjónagleðikvöldinu á laugardagskvöld. Þú færð einnig afslætti hjá samstarfsaðilum hátíðarinnar og tekur sjálfkrafa þátt í lukkuleik Garntorgsins!
👉 Smelltu hér til að tryggja þér armbandið:
Hátíðarkvöldverður Prjónagleðinnar verður laugardaginn 31.maí á veitingastaðnum B&S á Blönduósi.
Meistararnir á B&S eru á fullu að undirbúa komu ykkar og ætla að bjóða okkur uppá Þriggja rétta hátíðarkvöldverð ásamt fordrykk, herlegheitin hefjast kl 18:30 þegar húsið opnar fyrir fordrykk í boði B&S.
Þetta er klárlega frábært tækifæri til þess að næra sig vel og vandlega fyrir gleðina í Krúttinu síðar um kveldið. Verð á mann er litlar sem léttar 7.900 kr og greiðist við komu á B&S. Prjónaarmbönd veita 20% afslátt af drykkjum á hátíðarkvöldverði.
Þú getur skráð þig á hátíðarkvöldverðin hér.