Search
  • Sími: +354 452-4300
  • textilsetur@simnet.is
Search Menu

Prjónasamkeppni

Prjónasamkeppni – Fullveldispeysan

Í tilefni aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands þann 1. desember 2018 efnir Textilsetur Íslands til hönnunarsamkeppni á Fullveldispeysu.

Markmiðið er að draga fram samlíkingu á milli fortíðar og nútíðar í menningu og sögu lands og þjóðar með tilvísun til fullveldis Íslands.

Forsendur/verklýsing:

  • Fullbúin peysa. Má vera hvort sem er á barn eða fullorðinn.
  • Ný hönnun/mynstur. Óheimilt að nota þegar útgefin prjónamynstur.
  • Peysurnar þurfa að vera pjónaðar en þó mega kantar, stroff og hálsmál vera hekluð.
  • Prjónaðar úr íslenskri ull sem unnin er á Íslandi.

Skila verður inn ljósmyndum af fullbúnu verki fyrir 10.maí 2018 á netfangið samkeppni.textilsetur@simnet.is og efni/subject póstsins „Fullveldispeysa“. Taka þarf ljósmynd beggja megin af peysu og ein frá röngu. Að auki má skila inn einni ljósmynd til að sýna smáatriði hönnuðar. Þá skal gera lauslega uppskrift ásamt lýsingu á aðferð og upplýsingum um tegund garns/bands og prjónastærð. Nafn, heimilisfang, símanúmer og netfang verður að fylgja, einnig ef nafn er á flíkinni.

Þriggja manna dómnefnd mun síðan kalla inn þær peysur sem þykja sigurstanglegastar. Verða þær til sýnis á Prjónagleði. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin og horft til frumlegustu og bestu útfærslunnar. Afmælisnefnd fullveldis Íslands, Ístex og Prjónagleðin leggja til verðlaunin.

Verðlaunaafhendingin fer fram á Prjónagleði 2018 á Blönduósi, á hátíðarkvöldverði, laugardaginn 9. júní 2018.

Algengar spurningar