Search
 • Sími: +354 452-4300
 • textilsetur@simnet.is
Search Menu

Kennarar og fyrirlesarar

 • Auður Björt

  Auður Björt

  Prjónasérfræðingur í prjónaversluninni Handprjón

  www.handprjon.is

  Menntun og reynsla: Lauk B.Ed prófi í Grunnskólakennslu með textíl sem aðalfag frá Háskóla Íslands vorið 2015. Gaf út fyrstu bókina mína Lopapeysuprjón 2016. Hef verið að prjóna síðan ég man eftir mér og byrjaði að hanna og gefa út uppskriftir eftir mig árið 2013. Hef unnið í prjónabúð síðustu ár og gefið fagleg ráð og aðstoðað með prjón.

 • Guðrún Bjarnadóttir

  Guðrún Bjarnadóttir

  Náttúrufræðingur og sérfræðgur í gömlum jurtalitunaraðferðum

  Guðrún Bjarnadóttir er náttúrufræðingur að mennt. Hún jurtalitar band samkvæmt gömlum hefðum en notar til þess nútímatækni td. rafmagn þó aðferðirnar séu þær sömu í grunninn og áður fyrr. Guðrún byrjaði að lita þegar hún skrifaði MS ritgerðina sína um grasnytar á Íslandi en jurtalitun er eitt form af grasnytjum en þá fann hún gamlar heimildir um litun sem vöktu áhuga hennar. Guðrun er alin upp í mikilli handverkshefð en mamma hennar var handavinnukennari og amma hennar kenndi henni að þekkja jurtirnar og nýta þær.

 • Hulda Brynjólfsdóttir

  Hulda Brynjólfsdóttir

  Bóndi og framkvæmdastjóri Uppspuna

  Hulda er alin upp við almenn sveitastörf með ólæknandi hestabakteríu og mikinn áhuga á kindum. Fór í Hólaskóla og útskrifaðist þaðan 1990 sem búfræðingur og tamningamaður. Útskrifaðis sem kennari 2006 með kennnslu yngri barna og smíðakennslu sem sérsvið og kenndi í 15 ár. Bóndi í Lækjartúni í Ásahreppi (Rang) frá 2010 ásamt manni sínum, Tyrfingi Sveinssyni. Þau reka sauðfjárbú og eru einnig með holdanaut. Hulda hefur tekið þátt í nokkrum námskeiðum í handspuna, meðferð ullar, litun, þæfingu og fleiru. Árið 2017 fluttu þau hjónin inn vélar frá Kanada sem fullvinna band úr ull og 1. júlí það ár settu þau verksmiðjuna í gang. Hulda vinnur nú fulla vinnu við að framleiða band úr eigin ull og fyrir aðra.

 • Guðrún Hannele Henttinen

  Guðrún Hannele Henttinen

  Handavinnukennari og eigandi garnverslunarinnar; Storkurinn

  www.nytt.storkurinn.is

  Guðrún Hannele Henttinen er textílkennari B.Ed, MA og stundaði nám í list- og verkgreinum og kennslufræði þeirra við háskóla í Reykjavík, Helsinki og Montréal. Í dag rekur hún STORKINN, garnverslun við Síðumúla 20 í Reykjavík og heldur námskeið aðallega í prjóntækni, sjala- og vettlingaprjóni. Hún er meðhöfundur Helgu Thoroddsen í bókinni Prjónatal 2011 sem kom út haustið 2010 og er að vinna að bók um íslenskt vettlingaprjón.

 • Helga Jóna

  Helga Jóna

  Handavinnukennari í lýðháskólanum Skals í Danmörku

  Starf: Handavinnukennari við Skals højskole for design-og håndarbejde Teacher at Skals højskole for design- and handcraft Menntun og reynsla: 2011: Kennari við Skals højskole for design-og håndarbejde
 2007-2011: Eigandi og rak Nálina hannyrðaverslun. 2005: útskrifast sem textílkennari á framhaldsskólastigi frá Skals Textilseminariet.
 2001-2: Skals højskole for design-og håndarbejde
 2000-2001: Kennaraháskóli Íslands


 • Hanne Pjedsted

  Hanne Pjedsted

  Handavinnukennari, og atvinnuprjónari

  www.designstrik.dk www.blog.designstrik.dk

  Cand.pæd. í handavinnu frá DPU, forstöðumaður í rúm 20 ár fyrir handavinnuskólann í Holte og rektor í framhaldskólanum í Højer og Skals/Textilskólanum í VIA UC. Hanne hefur staðið fyrr félagsskapnum; ”Alvöru prjón.. til skemmtunar” sem hefur verið rekið í meir en 10 ár á Mið-Jótlandi. Frá árinu 2010 hefur Hanne rekið eigið fyrirtæki: designstrik.dk sem vinnur við hönnun og útgáfu uppskrifta fyrir garnfyrirtæki. Heldur námskeið, fyrirlestra og vinnustofur í handprjóni, og margt fleira.

 • Ingibjörg Sveinsdóttir

  Ingibjörg Sveinsdóttir

  Handavinnukennari

  Ingibjörg Sveinsdóttir, fæddist inn í íslenska handverksfjölskyldu og ólst upp við að ýmis konar hannyrðir voru stundaðar. Ég byrjaði snemma að prjóna og er yfirleitt með eitthvað á prjónunum. Fer ýmist eftir uppskriftum eða útfæri mínar eigin. Ég hef einnig gaman af að spinna og þæfa og er ein af Spunasystrum, sem er hópur kvenna sem hittist reglulega og spinnur ýmis konar ull. Í nokkur ár hef ég staðið fyrir hannyrðakvöldum í sveitinni minni og haldið ýmis stutt námskeið á þeim. Síðastliðið haust fór ég til Hjaltlandseyja á ullarviku (Shetland wool week) og kenndi nokkrum þátttakendum þar að gera íslenskan hnappalista.

 • Tinna Þórudóttir Þorvaldar

  Tinna Þórudóttir Þorvaldar

  Textíllistamaður með áherslu á hekl

  Tinna Þórudóttir Þorvaldar (f. 1981) er textíl listakona sem vinnur mest með hekl, útsaum og ullargraff. Hún hefur gefið út þrjár heklbækur, þær Þóru (2011), Maríu (2013) og Havana Heklbók (2016), þá hefur hún ritstýrt þeirri fjórðu, Heklfélaginu (2014). Hún hefur heklað og stundað hannyrðir frá blautu barnsbeini og starfað eingöngu vil hannyrðir síðan haustið 2012. Hún var ein af 5 textílistamönnum sem var fylgt eftir í heimildarmyndinni Yarn (2016) og hefur kennt hekl sjálfstætt síðan 2009. Hún hélt sína fyrstu lista sýningar á síðasta ári, bæði í Tókýó og Reykjavík.

 • Helga Thoroddsen

  Helga Thoroddsen

  Prjónahönnuður

  www.horseplay.is helga@horseplay.is

  Menntun og reynsla í sambandi við prjón: Prjónahönnuður með sérstakan áhuga á klassískri aðferðafræði í prjóni auk fagmennsku í formi og frágangi. Helga er með meistaraprjóf í vefjaefnafræði frá Colorado State University og kennarapróf frá Kennaraháskóla Íslands með sérstaka áherslu á handmennt.

 • Hazel Tindall

  Hazel Tindall

  Atvinnuprjónari og prjónahönnuður

  www.hazeltindall.com

  Hazel Tindall fæddist og ólst upp á Hjaltlandi og man ekki eftir að hafa lært að prjóna en það kunni hún áður en hún byrjaði í skólanum. Unglingsárin nýtti hún til að prjóna Fair Isle prjónaaðferð sem var frábær leið til að læra hvernig á að velja saman liti og munstur. Til að henni leiddist ekki um of skapaði hún einnig ný mynstur sem hún notar ennþá. Þó að fyrsta ást Hazel hafi verið Fair Isle, prjónar hún líka blúnduprjón bæði með grófu og fínu garni. Á Hjaltlandseyjum er Hazel alltaf með vinnustofu í ullarvikunni sem haldin er í september, ár hvert, fyrir Arena Travel og Celtic Tours. Hún hefur verið kennari við Edinburgh Garn Festival, Loch Ness Knit Fest, Dornoch Fiber Festival og Craft Cruises. Hazel hefur búið til tvö prjóna DVD, og hannar einnig mynstur til sölu. Þess má geta að Hazel var kjörin hraðasti prjónari Hjaltlandseyja árið 2008.

 • Kristín Linda Jónsdóttir

  Kristín Linda Jónsdóttir

  sálfræðingur og ritstjóri

  Kristín Linda Jónsdóttir ólst upp í sveit í Þingeyjarsýslu og er skírð eftir ömmu sinni Kristínu sem var ein af fyrstu prjónakonum landsins sem höfðu það að starfi með öðru að prjóna lopapeysur til að selja ferðamönnum. Hún er alin upp við handavinnu og prjónaskap hjá móður og ömmu en er í dag sjálfstætt starfandi sálfræðingur á eigin sálfræðistofu, Huglind í Reykjavík. Þar vinnur hún að því alla daga að hjálpa fólki að bæta eigin heilsu, eflast, blómstra, njóta lífsins og láta gott af sér leiða. Hún er ritstjóri Húsfreyjunnar og er þetta 15 árið sem hún ritstýrir þessu tímariti íslenskra kvenna sem gefið er úr af Kvenfélagasambandi Íslands. Kristín Linda heldur fyrirlestra, vinnustofur og námskeið um listina að lifa á hamingjuríkan og farsælan hátt.