Search
  • Sími: +354 452-4300
  • textilsetur@simnet.is
Search Menu

Dagskrá Prjónagleðinnar

Föstudagurinn 8. júní 2018, síðdegis

16:00 – 18:00
Markaðstorg: Sala, Sýningar, Kaffihús

Staðsetning: Félagsheimilinu Blönduósi
Gjald: 0 kr

Tóvinnusýning, Úr þeli þráð að spinna. Fullveldissýlning, peysur úr hönnunarsamkeppninni um Fullveldispeysuna og prjónaverkefni nemenda í A-Hún.
Seljendur eru einnig með fullar kistur og koffort af fjölbreyttum prjónavarningi, garni, íhlutum, fatnaði og mörgu fleiru.
Kaffihús með rjúkandi bakkelsi er einnig á staðnum. Getraun og fleira spennandi.

16:00 – 16:45
FYRIRLESTUR: Af hverju erum við að prjóna
FYRIRLESARI: Helga Thoroddsen

Staðsetning: Félagsheimilið/Bíósalur
Tungumál:
Íslenska
Gjald:
ISK 4.000

17:15 – 18:15
ATBURÐUR: Opnunarhátíð Prjónagleðinnar

Staðsetning: Félagsheimilið/Bíósalur
Gjald: ISK 2.000

Opnunarhátíð Prjónagleðinnar 2018, haldin í Bíósal Félagsheimilisins á Blönduósi kl. 17:15-18:15 þann 8. júní 2018. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunar- og atvinnumálaráðherra – setur Prjónagleðina
Kristín Linda Jónsdóttir, sálfræðingur og ritstjóri Húsfreyjunnar – fyrirlestur; Er prjón hamingjuaukandi?
Þjóðbúningar – sagt verður frá uppruna þeirra. Allir sem mæta í þjóðbúningum fá frítt á opnunarhátíðina.

20:00 – 21:00
NÁMSKEIÐ: Sundprjón
KENNARI: Helga Jóna Þórunnardóttir

Staðsetning: Sundlaugin á Blönduósi
Tungumál:
Íslenska
Gjald: ISK 5.500

Námskeiðslýsing: Hér er námskeiðið fyrir þær/þá sem elska bæði prjón og sund. Við ætlum að njóta þess að prjóna í vatninu og læra nýja tækni/áferðir í prjóni. Mætið í sundfötum, með prjóna nr ca 4,5 sem þola vatn (ekki tréprjóna). Garn í prufur er innifalið.

Ýttu á + til að fá frekari upplýsingar

Laugardagurinn 9. júní 2018, fyrir hádegi

10:00 – 18:00
Markaðstorg: Sala, Sýningar, Kaffihús

Staðsetning: Félagsheimilinu Blönduósi
Gjald: 0 kr

Tóvinnusýning, Úr þeli þráð að spinna. Fullveldissýlning, peysur úr hönnunarsamkeppninni um Fullveldispeysuna og prjónaverkefni nemenda í A-Hún.
Seljendur eru einnig með fullar kistur og koffort af fjölbreyttum prjónavarningi, garni, íhlutum, fatnaði og mörgu fleiru.
Kaffihús með rjúkandi bakkelsi er einnig á staðnum. Getraun og fleira spennandi.

9:00 – 12:00
NÁMSKEIÐ: SJALAPRJÓN – mismunandi affellingar
KENNARI: Guðrún Hannele Henttinen

Staðsetning: Kvennaskólinn
Tungumál: Íslenska
Gjald: ISK 12.000

Námskeiðslýsing: Á þessu örnámskeiði læra nemendur mismunandi aðferðir við affellingar sem er gott að nota í sjalaprjóni. Hekluð affelling, teygjanleg affelling, snúruaffelling, takkaaffelling og saumuð affelling.
Hafa meðferðis: Garn: Sjala- eða sokkagarn, ekki of fíngert og ekki of dökka liti. Ágætt að nota afganga úr sjala- eða sokkaprjóni. Má líka vera grófara garn. Ágætt að hafa a.m.k. tvo liti með. Kennari verður einnig með garn til sölu fyrir þá sem vilja. Prjónar: 60 eða 80 cm hringprjónar með góðum oddum nr. 3 – 4 eða eftir grófleika garnsins. Kennari verður með prjóna til sölu á námskeiðinu fyrir þá sem þurfa.

9:00 – 12:00
NÁMSKEIÐ: Falleg smáatriði í prjóni / Fine finesser og detaljer
KENNARI: Hanne Pjersted

Staðsetning: Kvennaskólinn
Tungumál: Danska
Gjald: ISK 12.000

Námskeiðslýsing: Prjónaaðferðir með sérstaka áherslu á uppfit og affellingu ásamt frágangi.
Við munum vinna með m.a. nýjar aðferðir í að fitja upp á og fella af, fullkomið hnappagat (ásamt öðru) og kanta sem til dæmis hentar vel fyrir opna peysu. Einnig vinnum við með aðferð þar sem lykkjur eru prjónaðar saman t.d. á öxl.

Takið með: Garnafganga í ull eða ullarblöndu fyrir prjóna nr. 3,5/4 (best að hafa bandið sem sléttast svo hægt sé að sjá lykkjurnar), gott að taka með sokkaprjóna, nálar til að ganga frá endum og slíkt. Innifalið eru uppskriftir að aðferðunum á dönsku.

Strikketeknikker med særlig fokus på start og afslutning inkl. montering.
Vi skal arbejde med bl.a. nye opslagninger og aflukninger, det næsten perfekte knaphul (plus andre), kanter til eks. forstykke på cardigan mm. Og med sammenstrikning og eller ”grafting” af eks skuldersømme.

Medbring garnrester i uld/ uldblandinger til pinde 3,5 / 4 mm (helst ikke lodne eller knudrede garner, så maskerne sløres)  og selvfølgelig strikkepinde hertil, gerne også strømpepinde og evt. nåle til endehæftninger.
Kompendie med beskrivelser af teknikker udleveres.

9:00 – 12:00
NÁMSKEIÐ: Prjónaprufa með tilgang
KENNARI: Hazel Tindall

Staðsetning: Kvennaskólinn
Tungumál: Enska
Gjald: ISK 12.000

Námskeiðslýsing: Prjónuð verður næla með tvíbandaprjóni. Prjónað er í hring og notaðir tveir litir. Námskeiðið krefst grunnþekkingar á hvernig á að prjóna í hring, taka saman og prjóna með 2 litum í einu. Takið með: 2,5 – 3mm sokkaprjóna og garn í fleiri litum í þessum grófleika. Eitthvað af garni verður á staðnum.

9:00 – 12:00
NÁMSKEIÐ: Tvöfaldir kaðlar
KENNARI: Auður Björt Skúladóttir

Staðsetning: Kvennaskólinn
Tungumál: Íslenska
Gjald: ISK 12.000

Námskeiðslýsing: Tvöfaldir kaðlar eru kaðlar sem eru eins báðu megin. 
Á þessu námskeiði verður farið í nokkrar gerðir af tvöföldum köðlum og prjónaðar verða prufur.
Nemendur þurfa að kunna að fitja upp, prjóna slétt og brugðið, útaukningu, úrtöku og fella af. Einnig er kostur að kunna að prjóna einfalda kaðla.

9:00 – 12:00
NÁMSKEIÐ: Tvílitt/tvöfalt klukkuprjón
KENNARI: Helga Jóna Þórunnardóttir

Staðsetning: Kvennaskólinn
Tungumál: Íslenska
Gjald: ISK 12.000

Námskeiðslýsing: Hér munum við vinna með tvílitt klukkuprjón og leika okkur með úrtökur og útaukningar. Tvílitt klukkuprjón er sérlega hentugt í trefla og sjöl, þar sem það er nánast jafn fallegt á báðum hliðum.
Takið með garn í tveimur litum (ekki of líkum) og prjóna sem passa við. Nál til að ganga frá endum og blýant.

9:00 – 12:00
NÁMSKEIÐ: Mósaíkmunstur l
KENNARI: Tinna Þórudóttir Þorvaldar

Staðsetning: Kvennaskólinn
Tungumál: Íslenska
Gjald: ISK 12.000

Námskeiðslýsing: Langar þig til að læra að hekla mósaíkmunstur? Ég skal kenna þér það! Mósaík munstur eru ótrúlega skemmtileg og einföld hekl munstur sem hægt er að nota í allskonar verkefni. Á námskeiðinu kenni ég ykkur grunninn og tæknina í mósaíkmunstur hekli og þið gerið prufu með nokkrum munstrum. Námskeiðið er ætlað þeim sem kunna aðeins að hekla, þá er nóg að kunna bara grunninn: loftlykkjur, fastalykkjur og stuðla.
Ég heiti Tinna Þórudóttir Þorvaldar og er kennarinn. Ég hef heklað og stundað hannyrðir síðan ég man eftir mér, gefið út 3 heklbækur, þær Þóru, Maríu og Havana, og ritstýrt þeirri fjórðu, Heklfélaginu. Ég er þaulreynd í heklkennslu.
Þið þurfið að koma með garn í prufu, minnst 2 liti (best að hafa mikinn contrast í litunum) og heklunál sem hæfir garninu. Það er hægt að nota hvaða garn sem er, bara einhverja afganga, en ég mæli með að það sé ekki of fíngert. Þá er einnig hitt að hafa í huga að vera ekki með of dökka liti.

9:00 – 12:00 & 13:30 to 16:30
NÁMSKEIÐ: Peysuhönnun
KENNARI: Helga Thoroddsen

Staðsetning: Kvennaskólinn
Tungumál: Íslenska
Gjald: ISK 20.000

Námskeiðslýsing: Námskeiðið skiptist upp í tvo þriggja tíma hluta þar sem farið verður yfir grunnatriði peysuhönnunar frá grunni að fullunninni flík. Fjallað verður um hönnunarferlið, máltöku, útreikninga fyrir peysuform, hvernig á að prjóna og telja rétt út prjónfestuprufu og prufuprjón. Auk þess verður kynnt hvernig hægt er að nota margvíslegar heimildir, munsturbækur og blöð. Ekki er gert ráð fyrir að byrjað verði á peysuprjóni á námskeiðinu en farið vel yfir þau atriði sem þurfa að vera til staðar til að það sé hægt. Námskeiðinu fylgja vönduð námsgögn og garn sem notað verður til prufuprjóns á námskeiðinu. Hver þáttakandi fær tvær dokkur af góðu ullargarni sem hentar fyrir prjónastærð 3,5 – 4 mm.

Þátttakendur hafi með sér rissbók, blýant, strokleður, málband auk algengustu prjóna, títuprjóna, prjónmál o.s.frv. Gott er að klæðast þröngum bol innanundir til að máltaka verði auðveldari og ef hægt er hafa með sér peysu sem passar vel og viðkomandi er ánægður með.

Ýttu á + til að fá frekari upplýsingar

Laugardagurinn 9. júní 2018, eftir hádegi

14:00 – 17:00
NÁMSKEIÐ: SJALAPRJÓN – hyrna – byrjað að ofan
KENNARI: Guðrún Hannele Henttinen

Staðsetning: Kvennaskólinn
Tungumál: Íslenska
Gjald: ISK 12.000

Námskeiðslýsing: Sjalaprjón þarf ekki að vera flókið og á þessu örnámskeiði lærið þið að byrja á sjali frá hnakka. Hægt er að byrja bæði á einfaldan hátt og/eða með garðabút sem er örlítið flóknara. Prjónaðar eru prufur til að læra mismunandi aðferðir við að byrja á hyrnu. Síðan er farið í ýmsa möguleika við að útfæra sjal út frá eigin hugmynd. Markmiðið er að allir læri tæknina við byrjunina og fari heim með sjal sem er komið vel á veg og einfalt verður að ljúka við. Hafa meðferðis: Hægt er að nota hvaða garn og hvaða grófleika sem er í sjal, en heppilegt er að vera með garn sem fyllir vel uppí lykkjuna (gljúpt garn), ekki of fíngert og ekki of dökka liti. Sjala- eða sokkagarn með um 400m í 100g er góður grófleiki en má vera grófara. Kennari verður með sjalagarn til sölu á námskeiðinu fyrir þá sem vilja.
60-80cm langur hringprjónn, helst með góðum oddum (lace needles) og nokkur prjónamerki (lokuð). Kennari verður með prjóna til sölu á námskeiðinu fyrir þá sem vilja.

14:00 – 17:00
NÁMSKEIÐ: Flott hálsmál / Flotte halsudskæringer
KENNARI: Hanne Pjersted

Staðsetning: Kvennaskólinn
Tungumál: Danska
Gjald: ISK 12.000

Námskeiðslýsing: Prjónaaðferðir, sem geta gert reginmun á frágangi á prjónlesinu þínu þannig að allur frágangur verður fallegri. Alveg sama hvort þú nýtir uppskriftir eða býrð til þínar eigin, þá er alltaf hægt að læra og bæta aðferðir sínar. Við munum vinna með affellingu og frágang í hálsmáli þar sem teknar verða upp lykkjur og prjónaðir kantar og jafnvel haft skoðanaskifti á hvernig best er að ganga frá og einnig þannig að hálsmálið sé sem allra flottast.

Takið með: Garnafganga í ull eða ullarblöndu fyrir prjóna nr. 3,5/4 (best að hafa bandið sem sléttast svo hægt sé að sjá lykkjurnar), gott að taka sokkaprjóna, nálar til að ganga frá endum og slíkt.
Innifalið eru uppskriftir að aðferðunum á dönsku.

Strikketeknikker, der kan løfte kvaliteten af dit strikketøj og gøre det dit arbejde finere.
Uanset om du benytter en opskrift eller laver dine egne beregninger til modeller, kan man forbedre sine teknikker.
Vi arbejder med at lukke af med fine afrundinger og strikker masker op samt strikke halskanter og evt. kraver og drøfter, hvordan man kan lave sine sidste detaljer allerflottest.

Medbring garnrester i uld/ uldblandinger til pinde 3,5 / 4 mm (helst ikke lodne eller knudrede, så maskerne sløres) og selvfølgelig strikkepinde hertil, gerne også strømpepinde og evt. nåle til ende hæftninger.
Kompendie med beskrivelser af teknikker udleveres.

14:00 – 17:00
NÁMSKEIÐ: Hjaltlandseyjaskeljar
KENNARI: Hazel Tindall

Staðsetning: Kvennaskólinn
Tungumál: Enska
Gjald: ISK 12.000

Námskeiðslýsing: 
Prjónuð verða þrjú algengustu gataprjónsskeljamunstur Hjaltlandseyja, gamlar skeljar, nýjar skeljar og hörpuskelsmunstur! Á þessu námskeiði er gert ráð fyrir að þátttakendur kunni að prjóna. Takið með: Garn í mörgum litum sem passar fyrir prjóna númer 3-4 (sokkaprjóna eða stuttan hringprjón). Áður en komið er á námskeiðið er æskilegt að vera búin að fitja upp á og prjóna tvær umferðir af eftirfarandi; eina prufu með 23 lykkjum, aðra með 27 lykkjum og þriðju með 41 lykkju.

14:00 – 17:00
NÁMSKEIÐ: Dómínó prjón
KENNARI: Auður Björt Skúladóttir

Staðsetning: Kvennaskólinn
Tungumál: Íslenska
Gjald: ISK 12.000

Námskeiðslýsing: Dómínó prjón er þegar einn ferningur er prjónaður í einu og annar prjónaður út frá honum og svo framvegis. Á þessu námskeiði er farið í hvernig hægt er að prjóna mynd með dómínóprjóni. Kenndar verða nokkrar aðferðir við dómínóprjón og prjónaðar verðar prufur. Hægt er að leika sér mikið með myndir og aðferðir. Nemendur þurfa að kunna að fitja upp og prjóna slétt og brugðið. Nemendur þurfa að koma með sokkaprjónar nr. 4mm.

14:00 – 17:00
NÁMSKEIÐ: Kantar og hnappagöt
KENNARI: Helga Jóna Þórunnardóttir

Staðsetning: Kvennaskólinn
Tungumál: Íslenska
Gjald: ISK 12.000

Námskeiðslýsing: Hér munum við vinna með mismunandi prjónaða kanta, sem koma sér vel í hinum ýmsu prjónaverkefnum. Þar að auki munum við prjóna góð og falleg hnappagöt. Takið með garn og prjóna sem passa við garnið, etv aðra aðeins aðeins fínni. Nál til að ganga frá endum og blýant.

14:00 – 17:00
NÁMSKEIÐ: Mósaíkmunstur ll
KENNARI: Tinna Þórudóttir Þorvaldar

Staðsetning: Kvennaskólinn
Tungumál: Íslenska
Gjald: ISK 12.000

Námskeiðslýsing: Langar þig til að læra að hekla dúlluteppi með mósaíkmunstri? Ég skal kenna þér það! Mósaík munstur eru ótrúlega skemmtileg og einföld hekl munstur sem hægt er að nota í allskonar verkefni. Á námskeiðinu kenni ég ykkur að hekla dúllu með þessari aðferð, sem má nota ýmist til að hekla teppi, púða eða pottaleppa. Námskeiðið er ætlað þeim sem kunna aðeins að hekla, þá er mjög æskilegt að hafa komið á Mósaíkmunstur námskeið I hjá mér, en þó ekki skilyrði. Þið þurfið að koma með garn í prufu, minnst 2 liti (best að hafa mikinn contrast í litunum) og heklunál sem hæfir garninu. Það er hægt að nota hvaða garn sem er, bara einhverja afganga, en þó er betra að það sé ekki of fíngert. Mestu skiptir að vera með garn sem ykkur finnst gott að hekla með.

17:15 to 18:15pm
FYRIRLESTUR: Bláklædda konan frá Ketilsstöðum (Tilraun að endurgerð klæða hennar)
FYRIRLESARI: Marianne tóvinnukona

Staðsetning: Heimilisiðnaðarsafnið/Textile Museum
Tungumál:
Íslenska
Gjald:
ISK 4.000

Fyrirlestur: Undir lok níundu aldar fæddist stúlkubarn á svæði skosku eyjanna, vestur- eða suðurhluta Englands, Írlands eða Wales. Á barnsaldri flutti hún búferlum til Íslands, 5 til 10 ára gömul, þar sem hún lést ung eða um tvítug. Hún var greftruð á Ketilsstöðum í kumli að heiðnum sið, búin skarti og fylgihlutum eins og tíðkaðist á 10. öld. Haugfé konunnar samanstóð m.a. af steinasörva með yfir 40 litlum perlum, snældusnúði, tveimur prófsteinum (sem notaður var að sannreyna að einhver hlutur væri úr silfri), forvitnilegum bláum steini sem og hnífi eða öðru járnáhaldi. Auk þess fundust tvær kúptar brjóstnælur og ein þríblaðanæla.

Textílleifar sem höfðu varðveist undir brjóstnælum voru okkur tilefni að reyna að endurgera kjólinn landnámskonunnar frá Ketilsstöðum. Út frá þeim var hægt að ákveða vefnaðarmynstur, snúningsátt og lit kjólsins sem verður til sýnis ásamt skarti og öðrum fylgihlutum. Verkefnið var unnið í vetur 2015 á Textílsetri á Blönduósi. Verið velkomin að fræðast um einn merkilegasta fornleifafund og skoða hvernig kona frá landnámstíð var klædd frá toppi til táa!

19:00 – 21:30
ATBURÐUR: Hátíðarkvöldverður

Staðsetning: Hótel Blönduós
Gjald: ISK 8.500

Eliza Reid forsetafrú afhendir verðlaun fyrir „Fullveldispeysuna“. Góður matur, skemmtun og njótum þess að vera saman. Halla Margrét Jóhannesdóttir, leikari, leikstjóri og rithöfundur verður veislustjóri.

Léttreykt andabringa á marinereðu grænmeti
Ofnsteikt lambalæri með rótargrænmeti og rósmarinsósu
Heit súkkulaðikaka með berjasósu

Ýttu á + til að fá frekari upplýsingar

Sunnudagurinn 10. júní 2018, fyrir hádegi

10:00 – 16:00
Markaðstorg: Sala, Sýningar, Kaffihús

Staðsetning: Félagsheimilinu Blönduósi
Gjald: 0 kr

Tóvinnusýning, Úr þeli þráð að spinna. Fullveldissýlning, peysur úr hönnunarsamkeppninni um Fullveldispeysuna og prjónaverkefni nemenda í A-Hún.
Seljendur eru einnig með fullar kistur og koffort af fjölbreyttum prjónavarningi, garni, íhlutum, fatnaði og mörgu fleiru.
Kaffihús með rjúkandi bakkelsi er einnig á staðnum. Getraun og fleira spennandi.

9:00 – 12:00
NÁMSKEIÐ: Íslenskur hnappalisti
KENNARI: Ingibjörg Sveinsdóttir

Staðsetning: Kvennaskólinn
Tungumál: Íslenska
Gjald: ISK 12.000

Námskeiðslýsing: Heklaður hnappalisti sem lítur út fyrir að vera prjónaður eins og peysan. Þessi frágangur hentar t.d. vel á lopapeysurnar okkar eða aðrar sambærilegar peysur. Þátttakendur prjóna lítið prufustykki í hring, með þremur litum. Þá er kennt að opna stykkið án þess að sauma í saumavél (crochet steek). Því næst er heklaður hnappalisti og stykkið klippt í sundur.

Kunnátta: Þátttakendur þurfa að geta prjónað mynstrað prufustykki í hring, annað hvort með sokkaprjónum eða magic loop aðferðinni. Einnig þurfa þátttakendur að kunna grunnatriði í hekli.

Garn og prjónar: Þátttakendur koma með 3-4 ólíka liti af léttlopa, eða sambærilegt band (ekki superwashed). Einnig prjóna og heklunál í þeirri stærð sem hentar bandinu, annað hvort sokkaprjóna eða hringprjón fyrir þá sem vilja nota magic loop aðferðina. Heklunálin þarf að hafa góðan odd.

Lýsing á aðferðinni: Þátttakendur fá útprentaða stutta lýsingu á aðferðinni.

9:00 – 12:00
NÁMSKEIÐ: VETTLINGAPRJÓN – hannaðu þína eigin vettlinga með hliðartungu
KENNARI: Guðrún Hannele Henttinen

Staðsetning: Kvennaskólinn
Tungumál: Íslenska
Gjald: ISK 12.000

Námskeiðslýsing: Vettlingar geta verið alls konar, einfaldir og flóknir. Markmið þessa örnámskeiðs er að læra að prjóna vettlinga á eigin hendur. Þannig verða til fljótprjónaðir vettlingar þar sem þumallinn er prjónaður á undan vettlingatotunni. Í leiðinni nærðu tökum á því hvernig hægt er að aðlaga eigin uppskrift að misstórum höndum og misgrófu garni. Hafa meðferðis: Hægt er að nota hvaða garn og hvaða grófleika sem er í vettlinga en hér er best að vera með grófleika með prjónfestu 18 lykkjur á 10 cm eða garn sem er venjulega fyrir prjóna 4½. En þar sem við erum að fara að prjóna vettlinga þá viljum við hafa þá þétta og notum prjóna 3½-4. Komið með sokkaprjóna eða tvo hringprjóna í sömu stærð. Einnig er gott að hafa aðra prjónastærð með fyrir stroffið í hálfu til einu númeri fínni prjónum. Kennari verður með vettlingagarn og prjóna til sölu á námskeiðinu fyrir þá sem vilja.

9:00 – 12:00
NÁMSKEIÐ: Prjónuð aðsnið og form / Flot facon og fin fashionering
KENNARI: Hanne Pjersted

Staðsetning: Kvennaskólinn
Tungumál:
Danska
Gjald:
ISK 12.000

Námskeiðslýsing: Við munum vinna með prjónaaðferð (snúningsprjón) þar sem leitast er við að hafa flíkina aðsniðna og hún falli vel að líkamanum t.d. að prjóna stuttar umferðir við brjóstasaum. Einnig munum við nýta aðferðina við berustykki, axlir og hálsmál þannig að flíkin verði hærri í hnakkann heldur en að framan verðu.
Snúningsprjón þýðir að t.d. að axlarsaumurinn verði fallegur og jafnvel verði ósýnilegur þegar við prjónum fram- og afturstykkið saman bæði frá réttu og röngunni. Takið með: Garnafganga í ull eða ullarblöndu fyrir prjóna nr. 3,5/4 (best að hafa bandið sem sléttast svo hægt sé að sjá lykkjurnar), gott að taka sokkaprjóna, nálar til að ganga frá endum og slíkt. Innifalið eru uppskriftir að aðferðunum á dönsku.

Vi arbejder bl.a. med vendestrik/ short rows til brystindsnit, så bluser og cardigans sidder flot på rigtige kvinder, og vi prøver også vendinger til skuldersømme og til at gøre halsudskæringer højere i nakken ved raglanfacon og ved rundt bærestykke. Vendestrikningen betyder, at eks skuldersømme i dit strikketøj kan blive fine og ” næsten usynlige”, når vi strikker de to dele sammen, fra retsiden eller fra vrangen.

Medbring garnrester i uld/ uldblandinger til pinde 3,5 / 4 mm  (helst ikke lodne eller knudrede, så maskerne sløres)  og selvfølgelig strikkepinde hertil, gerne også strømpepinde og evt. nåle til ende hæftninger.
Kompendie med beskrivelser af teknikker udleveres.

9:00 – 12:00
NÁMSKEIÐ: Smásjal
KENNARI: Hazel Tindall

Staðsetning: Kvennaskólinn
Tungumál: Enska
Gjald: ISK 12.000

Námskeiðslýsing: 

Prjónað er lítið sjal til að nemendur fái tilfinningu fyrir uppbyggingu á sjalarprjóni og kenndur verður frágangur á sjalinu. Á þessu námskeiði er gert ráð fyrir að þátttakendur kunni að prjóna. Takið með ykkur: Garn sem passar fyrir nr. 3 á prjónum (sokkaprjónum). Gott er að hafa aukaprjóna með í stærð 2.5. Eitthvað af garni verður til á staðnum.

9:00 – 12:00
NÁMSKEIÐ: Lopapeysuprjón
KENNARI: Auður Björt Skúladóttir

Staðsetning: Kvennaskólinn
Tungumál: Íslenska
Gjald: ISK 12.000

Námskeiðslýsing: Á þessu námskeiði er farið í helstu atriði varðandi lopapeysuprjón og setja saman liti í munstri. Nemendur prjóna prufu af munstrinu með þeim litum sem þeir velja sér. Nemendur þurfa að kunna að fitja upp, prjóna slétt og brugðið í hring, auka í, taka úr og fella af. Nemendur þurfa að koma með sér Prjóna nr 4.5mm

9:00 – 12:00
NÁMSKEIÐ: Hálsmál
KENNARI: Helga Jóna Þórunnardóttir

Staðsetning: Kvennaskólinn
Tungumál: Íslenska
Gjald: ISK 12.000

Námskeiðslýsing: Hér munum við vinna með hálsmál, góð ráð um hvernig gott er að teikna hálsmál, prjóna þau og ganga frá svo fallegt sé. Takið með garn og prjóna sem passa við, og etv aðra aðeins minni. Nál til að ganga frá endum, blýant og strokleður.

12:30 to 13:30pm
FYRIRLESTUR: Uppspuni – opnun á nýrri spunaverksmiðju
FYRIRLESARI: Hulda Brynjólfsdóttir

Staðsetning: Félagsheimilið/Bíósalur
Tungumál:
Íslenska
Gjald:
ISK 4.000

Fyrirlestur: Ég er fædd og alin upp í Hreiðurborg, Sandvíkurhreppi í Flóa við almenn sveitastörf með ólæknandi hestabakteríu og mikinn áhuga á kindum. Ég vann við tamningar og þjálfun með námi í samtals 17 ár. Fór á Hóla í Hjaltadal og útskrifaðist þaðan 1990 sem búfræðingur og tamningamaður. Árið 1992 eyðilagði ég á mér hnéð og varð að hætta hestamennsku að mestu. Eftir að hafa unnið ýmis störf, fór ég í kennaranám hjá KHÍ og byrjaði að kenna um leið,- fyrst sem leiðbeinandi, en síðan með full réttindi frá 2006. Sérgrein mín var yngri barna og smíða kennsla.
Ég kenndi samfellt í 15 ár og hætti því síðastliðið vor. Frá 2010 hef ég jafnframt verið bóndi og bý í Lækjartúni í Ásahreppi (Rang) ásamt manni mínum Tyrfingi Sveinssyni. Við erum með sauðfjárbú og holdanaut. Ég hef farið á þó nokkur námseikð í handspuna og meðferð ullar, litun, þæfingu og fleira. Árið 2017 fluttum við hjónin inn vélar frá Kanada sem fullvinna band úr ull og settum í gang 1. júlí það ár. Nú vinn ég fulla vinnu við að framleiða band úr eigin ull og fyrir aðra. Á Blönduósi í sumar, mun ég segja frá hvernig sú vinna fer fram.

Ýttu á + til að fá frekari upplýsingar

Sunnudagurinn 10. júní 2018, eftir hádegi

13:45 to 15:45
NÁMSKEIÐ: Jurtalitun – Indigo
KENNARI: Guðrún Bjarnadóttir

Staðsetning: Kvennaskólinn
Tungumál:
Íslenska
Gjald:
ISK 9.500

Námskeiðslýsing: Á námskeiðinu verður sýnt hvernig nota á indígó (Indigofera tinctorum) til að lita blátt. Blátt er litur kóngafólksins því hann var svo mikið fágæti og erfitt að ná honum úr náttúrunni. Engin íslensk jurt gefur bláan lit svo vitað sé. Sýnt verður hvernig á að blanda indígólög og indígóbað til að fá bláan lit og einnig verða gerðar tilraunir með yfirlitun á ýmsum litum með bláu og við leikum okkur með ýmsar samsetningar. 
 Hugmynd að framhaldi texta: Námskeiðið tekur 2klst og innifalið í námskeiðsgjaldi er ein hespa að eigin vali úr því sem litað var á námskeiðinu og kennslugögn.

13:45 to 16:45
NÁMSKEIÐ: Samsetning á Kaðlabútateppi
KENNARI: Auður Björt Skúladóttir

Staðsetning: Kvennaskólinn
Tungumál:
Íslenska
Gjald:
ISK 12.000

Námskeiðslýsing: Á þessu námskeiði er farið í samsetningu á teppinu, frágang og kant. Til þess að teppið fái að njóta sín sem best þarf að vanda allan frágang. Með kaupum á námskeiðinu færðu uppskriftina senda fyrirfram þar sem það þarf að vera búið að prjóna minst 4 dúllur áður en komið er á námskeiðið. Heimanám: 4 dúllur af kaðlabútateppinu. Nemendur þurfa að koma með nál, 4 dúllur og tvo liti af garni og prjónar nr. 3.5mm.

Ýttu á + til að fá frekari upplýsingar